143. löggjafarþing — 49. fundur,  14. jan. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

237. mál
[16:43]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í seinna andsvari mínu við seinni ræðu hæstv. ráðherra langar mig að inna hana eftir svörum við þeim spurningum sem ég setti fram í fyrri ræðu minni um 240 millj. kr. sem eiga eins og kemur fram í fylgigögnum með frumvarpinu að falla niður árið 2016 þegar öll áhrif frumvarpsins eru komin fram, þ.e. að fara í þessa 30 aura á kílóvattstund á þremur árum. Þá verður kominn svo og svo mikill peningur í þennan jöfnunarsjóð til að jafna, en þá á ríkissjóður að sleppa með þær 240 milljónir sem eru inni núna. Hvers vegna er það gert, virðulegi forseti?