143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar.

89. mál
[15:43]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég tel fulla ástæðu til að fagna því að hér skulum við vera að samþykkja mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar í samræmi við þingsályktunartillögu hv. þm. Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur o.fl. Það var afar tímabært frumkvæði og sérstakt fagnaðarefni að það skyldi gert. Ég þakka hv. þingmanni sérstaklega fyrir frumkvæði hennar í þessa veru vegna þess hversu mikilvægur málaflokkurinn er og mikilvægt starf fram undan. Ég þakka hv. velferðarnefnd fyrir góða vinnu og þingheimi öllum fyrir að taka þessu vel og eiga þátt í þessum mikilvæga áfanga.