143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar.

89. mál
[15:44]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég þakka hv. velferðarnefnd fyrir góða samvinnu við þessa ályktun. Við erum núna að fela heilbrigðisráðherra í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra að móta geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun til fjögurra ára og við erum jafnframt að segja að þessari aðgerðaáætlun eigi að fylgja áætlun um fjárframlög. Þetta er mikilvægt skref fyrir þann stóra hóp í íslensku samfélagi sem á við geðrænan vanda að stríða. Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir aðstandendur þessa fólks, ekki síst barna þess. Þetta er mikilvægt fyrir okkur öll sem samfélag og það er gleðilegt að við skulum aftur í atkvæðagreiðslu fylgjast öll að í þessu mikilvæga velferðar- og heilbrigðismáli.