143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu.

107. mál
[15:48]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Mér finnst dálítið sérstakt að taka eina sýslu svona gjörsamlega út úr varðandi atvinnuuppbyggingu. Ísland er allt eitt atvinnusvæði en síðan má kannski skipta því í tvo hluta, höfuðborgarsvæði og landsbyggð. Ég fæ ekki betur séð eftir þeim einfalda mælikvarða sem ég er hérna með fyrir framan mig, sem er fólksfjöldi og jafnvægi milli kynja, en að víða eigi menn erfitt uppdráttar í atvinnumálum.

Ég greiði þessari tillögu atkvæði mitt, ekki bara vegna Austur-Húnavatnssýslu heldur vegna þess að ég vona að sú vinna og sú aðferðafræði sem þarna kann að fara fram verði ekki síður til brúks fyrir önnur byggðarlög sem eiga undir högg að sækja. Þau eru býsna mörg þannig að að þessu sinni ætla ég að segja já. [Kliður í þingsal.]