143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

umferðarljósamerkingar á matvæli.

212. mál
[18:16]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af því að við vorum að ræða húsgöngusölutilskipunina þá var ég að vísa í hvernig ég teldi þau mál þróast, og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér hvað það varðar. En mér finnst einhvern veginn að langæskilegast væri, eins og hv. þingmaður nefndi, að það vilji framleiðendanna, þeir sæju sér hag í því að gera þetta. Ef við erum með einhverjar slíkar reglur, hvort sem það eru þessar reglur eða aðrar, og þær eru vel þekktar þá ætti upplýstur neytandi að geta kært.

Í ýmsum löndum fara menn virkilega eftir reglum. Maður hefur á tilfinningunni að það sé ekki alltaf þannig á Íslandi og svo benda menn á eftirlitsaðila. Það eru ákveðnar reglur í gildi og ef ég er að selja vöru verð ég að uppfylla þær reglur en ef ég brýt á einhverjum neytanda þá á hann að hafa rétt á því að kæra mig. Við mættum kannski vera duglegri að — ekkert kannski, við sem neytendur eigum að vera miklu meira á verði. Betri vernd er ekki til. Ég held að ágætt sé að fara yfir akkúrat alla þessa hluti því að margir fletir eru á þessum málum. Og svo er baráttan við ríkisfjármálin, að halda okkur innan ramma, eilífðarmál sem við þurfum svo sannarlega að fara yfir líka.