143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[18:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Vilhjálmur Árnason) (S):

Virðulegi forseti. Þetta var eitt af því sem var rætt í nefndinni eins og hitt. Ég vil því taka fram að hér er ekki verið að setja tjáningarfrelsi neinar aukaskorður frá því sem hefur verið — ég vil árétta það — nema að því leyti að orðinu „kynáttunarvandi“ er bætt inn í og „þeir sem eru með kynáttunarvanda“.

Ég held að hv. þm. Helgi Hrafn sé sammála mér í því að miðað við það sé tjáningarfrelsið í alveg þokkalegri stöðu á Íslandi í dag og þetta breytir engu um það. Ég held að sú lagabreyting sem við erum að vinna með sé liður í því hefta ekki tjáningarfrelsið heldur halda því innan siðsamlegra marka. Ég hef trú á því og þess vegna varð úr að við fórum þá leið. Ég vildi aftur leggja áherslu á að ekki er verið að gera breytingar með þessu og við tökum skýrt fram í nefndaráliti meiri hlutans að ákvæðið skal túlka þröngt með tilliti til tjáningarfrelsis.