143. löggjafarþing — 51. fundur,  16. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[11:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef lagt fram nefndarálit með breytingartillögu á þskj. 396 sem mér þykir mikilvægt að fái umfjöllun í nefnd. Því óska ég eftir því að málið verði aftur tekið til umfjöllunar í hv. allsherjar- og menntamálanefnd milli 2. og 3. umr. Í trausti þess kalla ég breytingartillögu mína til 3. umr. Í ljósi þessa munu Píratar sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.