143. löggjafarþing — 51. fundur,  16. jan. 2014.

lyfjalög.

222. mál
[11:49]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina.

Ég vil fyrst víkja að orðum hennar um Lyfjastofnun og fjárhagsmál hennar. Ég tek undir þær athugasemdir. Þau mál hafa komið til umræðu hvoru tveggja innan ráðuneytisins og einnig í fjárlaganefnd, síðast í tengslum við fjárlagagerð fyrir árið 2014. Það er alveg ljóst, og ég deili þeirri skoðun, að þar eru ákveðnir þættir sem þarf að skoða, taka á.

Varðandi spurningu hv. þingmanns um hvernig þetta mál beri að er mér tjáð og þekki ekki forsöguna að öðru leyti en því að þetta muni vera á grunni dómsmáls sem var höfðað.

Í annan stað spyr hv. þingmaður um verklagið sem hefur verið tíðkað hjá Lyfjastofnun um langt árabil. Eftir því sem ég kemst næst má gera ráð fyrir því að það hafi verið allt frá árinu 2000 sem þetta hefur verið stundað, þegar lögin voru sett um stofnunina.