143. löggjafarþing — 52. fundur,  20. jan. 2014.

frískuldamark vegna skatts á fjármálafyrirtæki.

[15:11]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Þau tengsl sem hv. þingmaður talar um voru öllum ljós, eða máttu vera það, enda höfðu þau komið fram í fjölmörgum fréttum í aðdraganda þessa máls. Ef málið var ekki nógu vel unnið þegar hv. þingmaður lýsti því yfir að þessi ákvörðun væri ekki aðeins rétt heldur nauðsynleg þá er við hann sjálfan að sakast í þeim efnum.

Hvað varðar það að hv. þingmaður sé hér sérstaklega enn og aftur að gagnrýna tiltekinn banka, sem ég er ekki að verja umfram aðra, þá bara bendi ég á þá einföldu staðreynd að þó að frímarkið feli í sér að viðkomandi banki greiði minni skatt en ella — 78%, segir hv. þingmaður — þá lítur hann algjörlega fram hjá því að það felur í sér að allir hinir minni bankarnir greiða 100% minni skatt. Allir hinir minni bankarnir fara með öðrum orðum betur út úr þessu fyrirkomulagi en sá banki sem hv. þingmaður byggir dylgjur sínar á.