143. löggjafarþing — 52. fundur,  20. jan. 2014.

styrkir til húsafriðunar.

[15:23]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég hvet hv. þingmann til að leggja fram skriflega fyrirspurn. Mér heyrist spurningar hv. þingmanns henta ágætlega í slíka fyrirspurn. Þá fær hv. þingmaður leyst úr öllum þeim álitamálum sem hún veltir fyrir sér.

Hvað varðar samráð við sveitarfélög, af því að það var sérstaklega nefnt hér, þá var að sjálfsögðu haft samráð við sveitarfélög og í mörgum tilvikum koma sveitarfélögin beint að þessu og sjá um framkvæmdina. Í öllum tilvikum var miðað að því að þetta yrði til að skapa atvinnu, fjölga störfum þar sem af framkvæmdum verður og það verður um allt land.