143. löggjafarþing — 52. fundur,  20. jan. 2014.

tollalög.

137. mál
[15:37]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er verið að mæta aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi framkvæmd á tollalögum. Það er út af fyrir sig ágætt en hins vegar viljum við þingmenn Bjartrar framtíðar benda á yfirþyrmandi nauðsyn þess að fara í endurskoðun á þessu lagaumhverfi öllu saman, auka viðskiptafrelsi, tryggja að Íslendingar fari eftir alþjóðlegum skuldbindingum sínum um innflutning á matvælum og reyna að koma þessum málum þannig fyrir að bæði framleiðendur og neytendur njóti meiri bóta af betra fyrirkomulagi.

Slík heildarendurskoðun er ekki boðuð og hún fer ekki fram. Þó að hér sé verið að gera einhverjar úrbætur á lögunum eru þau meingölluð. Þess vegna ætlum við þingmenn Bjartrar framtíðar nú sem fyrr í atkvæðagreiðslu um þetta mál að sitja hjá.