143. löggjafarþing — 52. fundur,  20. jan. 2014.

velferð dýra.

210. mál
[15:43]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um breytingu á lögum um velferð dýra, lagafrumvarp sem var samþykkt á síðasta þingi í breiðri þverpólitískri sátt, og hér er verið að draga úr eftirliti með búfjárrekstri og fara út í áhættuflokkun. Á síðasta þingi var það samþykkt í atvinnuveganefnd að eftirlit með búfjárrekstri skyldi eigi vera sjaldnar en á tveggja ára fresti. Þá voru allir nefndarmenn samþykkir því og mikil vinna lá þar að baki en nú tel ég að stigið sé til baka í því sem snýr að velferð dýra og forvarnagildi með eftirliti með búfjárrekstri.

Ég tel þetta mikla afturför og vil að lögin standi eins og þau lágu fyrir og engin ástæða er til að gefa afslátt af þeim.