143. löggjafarþing — 53. fundur,  21. jan. 2014.

opinber skjalasöfn.

246. mál
[14:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svörin. Við getum örugglega farið aðeins ítarlegar yfir þetta í störfum nefndarinnar. Þeir sem munu sennilega sækja svolítið í þetta verða blaðamenn, fræðimenn o.s.frv., þannig að mjög mikilvægt er að kostnaði sé stillt í hóf. Jafnvel ætti að huga að því að gera skjalasafnsgrunna þegar farið verður út í að gera sem flest gögn aðgengileg í stafrænu formi eins átómatískt, svo ég leyfi mér að sletta, og mögulegt er.

Mig langaði að spyrja um kæruheimildir eða hvernig ferlið er ef sá sem óskar eftir skjölum telur á sér brotið, að hann fái ekki aðgengi að efni. Það getur verið að ráðherra hafi nú þegar rætt um það í ræðu sinni þegar kemur að nefndinni sem á að úrskurða og þá langaði mig að spyrja: Hvernig verður skipað í þá nefnd? Hefur það verið útfært?

Ég held að það sé ekki fleira að sinni.