143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

endurgreiðsluhlutfall lána hjá LÍN.

[10:58]
Horfa

Karl Garðarsson (F):

Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir skýr svör. Ein spurning vaknar þó. Nú liggur fyrir, eins og ég sagði, að útgjöld vegna þessa sjóðs munu að óbreyttu aukast verulega og þótt kröfur um námsframvindu verði hertar sé ég ekki fram á annað en að ríkið þurfi að leggja sífellt meiri peninga í þetta. Við erum að tala um mörg hundruð milljónir á ári. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir frekari breytingum á reglum varðandi sjóðinn til að mæta því eða eigum við að sætta okkur við aukin útgjöld milli ára?