143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

viðvera íslenskra ráðherra á vetrarólympíuleikunum.

[11:11]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill, áður en hann gefur frekar orðið í þessari umræðu, segja að auðvitað er ekki gert ráð fyrir því að hér hefjist eins konar framhaldsumræða um þau mál sem hafa verið rædd í óundirbúnum fyrirspurnatímum. Forseti mat það svo að það væri eðlilegt og skynsamlegt að gefa færi á þeim upplýsingum sem hér hafa verið veittar og þar með væri opnað fyrir tiltekna umræðu í þeim efnum en forseti vill hins vegar beina því til þingmanna að virða það með forseta að hugmyndin er ekki að hér sé framhaldsumræða um þetta tiltekna efni þó að forseti hafi reynt, af þekktu umburðarlyndi sínu, að greiða fyrir þessari umræðu í þetta skipti.