143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn.

275. mál
[13:36]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitthvað hefur hv. þingmanni misheyrst vegna þess að þessi tilskipun kallar einmitt á lagabreytingar og hefur þegar verið lagt fram frumvarp til að taka á því. Hér er hins vegar um nokkuð gott mál að ræða þar sem verið er að samræma reglur um öryggi og eftirlit með líffæraígræðslum og slíku. Þannig að ef hv. þingmaður er til í að hjálpa okkur með að koma þessu mikilvæga máli í gegn gæti vel verið að ég gæti ánafnað honum heilann úr mér ef illa færi, þar sem ekki veitti nú kannski af. [Hlátur í þingsal.]