143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn.

275. mál
[13:39]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á bls. 2 í þingsályktunartillögunni, í lið 4, stendur, með leyfi forseta:

„Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi. Innleiðing tilskipunar 2010/53/ESB kallar á breytingar á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu.“

Við skulum ekki þrátta um þetta. Málið fer til nefndar og þar kemur í ljós hvernig farið verður með það. En ég er búinn að átta mig á því að það voru mistök að reiða fram þetta góða tilboð til hv. þingmanns og afturkalla það hér með, enda er miklu betra að þetta ágæta tilboð komi að gagni einhvers staðar.