143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

fríverslunarsamningur Íslands og Kína.

73. mál
[13:56]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þingsályktunartillagan sem hv. þingmaður lagði fram og vísaði hér til er í meðferð í utanríkismálanefnd. Það er verið að afla umsagna um hana. Ég held, ef ég man rétt, að umsagnarfrestur sé ekki liðinn. Ég get það eitt um málið sagt á því stigi að ég mun sem formaður beita mér fyrir því að málið fái umfjöllun í nefndinni og komist að niðurstöðu. Eins og hv. þingmaður veit höfum við ekki enn þá tekið hana til umræðu eða fengið gesti eða annað þess háttar út af þessu, þannig að það sem við getum sagt á þessu stigi er að málið er í eðlilegum farvegi innan þingsins.