143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

ummæli þingmanns í umræðum um störf þingsins.

[14:06]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla mér hér að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta undir liðnum um störf þingsins.

Forseti þingsins þekkir mætavel söguna um kosninguna í RÚV í júní á síðasta ári og það var verulega ómaklegt hvernig formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hv. þm. Helgi Hjörvar, veittist hér enn og aftur að Unni Brá Konráðsdóttur. Ég tel að undir slíkum kringumstæðum eigi forseti þingsins að slá í bjöllu og gera athugasemd.

Forseti sem nú situr á forsetastóli og er starfandi forseti þingsins þekkir þá sögu, þekkir hvernig þessi mál voru í júní 2013. Það var ómaklega vegið að Unni Brá Konráðsdóttur og ég tel að forseti þingsins hefði átt að berja í bjöllu og áminna hv. þm. Helga Hjörvar fyrir framgöngu hans í því máli.