143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

ummæli þingmanns í umræðum um störf þingsins.

[14:10]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Eins og þetta var hérna á sumarþinginu var þetta partur af því að verið var að semja um ýmsa hluti. Það er nokkuð ljóst að þegar fjölgað er í nefnd úr sjö upp í níu, miðað við þingstyrkinn, þegar verið er að „d'hondta“ þetta sem þýðir að miðað er við þingstyrkinn og hvað menn fá, hefði minni hlutinn ekkert samþykkt að við fjölguðum úr sjö upp í níu, sem þýðir að tveir bætast inn í stjórnina af meiri hlutanum, án þess að vera nokkuð fullviss um að þeir fengju eitthvað á móti. Þá væri að minnsta kosti einn af þeim aðilum sem í þessu tilfelli píratar mundu fá. Þá væru allir flokkar með sinn fulltrúa þarna sem er mjög gott mál ef við ætlum að líta til þess að fara þá leiðina að þetta sé pólitískt skipað og allir flokkar hafi sinn fulltrúa. Bara svo almenningur skilji það.

Svo hafa aðrir ræðumenn í dag komið inn á hvernig samkomulagið var. Það er alveg ljóst að minni hlutinn hefði (Forseti hringir.) ekki samþykkt að fjölga, aðeins til að meiri hlutinn gæti fjölgað sínu fólki.