143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[14:50]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Helgi Hrafn Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið en þá velti ég fyrir mér hvort forsendur fyrir því að hv. þingmaður vilji bíða með að mynda sér skoðun séu þær að fangelsishótanir séu í almennum hegningarlögum við tjáningarbrotum. Ég hefði ekki haldið að það væri jákvæð ástæða fyrir því að þegja yfir því sem manni finnst eða því sem mann langar að tjá sig um. Kannski eru einhver skilaboð í almennum hegningarlögum, það er svo sem eitt, en þegar beinlínis er hótað fangelsisrefsingum fyrir tjáningu hefði ég haldið að það væri heldur ólýðræðislegt. Þess vegna langaði mig að inna hv. þingmann eftir því hvort það séu þá meint eða hugsanleg fælingaráhrif af fangelsishótunum í almennum hegningarlögum sem afmarki afstöðu hv. þingmanns.