143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

lagaskrifstofa Alþingis.

271. mál
[17:41]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef engar sérstakar athugasemdir við þetta, mér finnst ágætt að háskólinn skipi og svo er Lögmannafélagið, ég er reyndar að hugsa um hvers vegna það eru ekki fleiri og hvers vegna þessi voru sérstaklega valin. Ég hef hreinlega ekki hugmynd um það, þess vegna spyr ég.

Varðandi eitt hérna sem kemur inn á það að starfsmenn lagaskrifstofu skulu vera alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis og Stjórnarráðsins til ráðgjafar. Stjórnarráðið kemur inn í 1. gr. Síðan er í 4. gr. sagt að lagaskrifstofa sé sjálfstæð stofnun og skuli gæta jafnræðis við undirbúning mála og aðstoð við alþingismenn. Hvers vegna er Stjórnarráðið sett þarna inn? Eru þeir þá komnir með og kannski farnir að taka helminginn af tímanum á við þingmenn, eða hvernig er þetta? Ganga þingmenn fyrir, eða hvað? Stjórnarráðið hefur lögfræðinga á sínum snærum.