143. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2014.

lagaskrifstofa Alþingis.

271. mál
[17:55]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur fyrir skýr og greinargóð svör. Hún náði reyndar ekki að fara yfir spurningu mína um 2. gr. þar sem segir að á lagaskrifstofunni skuli starfa fimm manns og skuli allir vera lögfræðimenntaðir og að minnsta kosti tveir skuli vera prófessorar í lögum. Eins og ég sagði reyndar hafði hv. þm. Össur Skarphéðinsson bent á að það sé í raun og veru staða við háskólann en kannski förum við vel yfir það.

Að öðru leyti hlakka ég til, sem nefndarmaður í hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, að vinna í öllum þessum málum og þessu ágæta frumvarpi um leið, það er alltaf til bóta að ræða vandaðri vinnubrögð.