143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

gjald af makrílveiðum.

[15:06]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég beini máli mínu til hæstv. forsætisráðherra því að ég óska eftir hinni pólitísku sýn hæstv. forsætisráðherra og stjórnarmeirihlutans til tiltekins álitamáls. Ég ítreka spurninguna sem hæstv. forsætisráðherra svaraði ekki:

Er hann sammála mér um það, okkur í Samfylkingunni og að ég held okkur í stjórnarandstöðunni flestum, jafnvel öllum, um að skynsamlegt sé og rétt að leggja gjald á úthlutun veiðiheimilda til veiða á tegundum sem eru nýjar í íslenskri lögsögu og ekki hefur skapast neinn hefðarréttur á veiðum á?