143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[15:49]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi málatilbúningur allur, sem meiri hluti þings ber hér á borð, er augljóslega ávísun á ófrið milli stjórnar og stjórnarandstöðu, en einnig það sem er verra, ófrið um Ríkisútvarpið. Sú stofnun þarf á því að halda að traust ríki til hennar og að fólkið í landinu geti treyst því að það sé alveg öruggt að það séu ekki einhver sérstök pólitísk öfl sem séu allsráðandi eða einhver önnur útilokuð frá stefnumörkun og rekstri þeirrar stofnunar. Það er því von mín að í kosningunni hér á eftir verði þessum áformum meiri hlutans hnekkt og þannig verði stuðlað að friði um Ríkisútvarpið og frekara trausti til þeirrar stofnunar.