143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[15:50]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér var á það minnst að lögum hefði verið breytt varðandi stjórn Ríkisútvarpsins. Það er rétt og ég vil að það komi fram í þessum sal á þessari stundu að um þá ákvörðun, um að hafa stjórnarkjörið eins og þá var lagt upp með í frumvarpinu, var heldur engin sátt þó að þáverandi meiri hluti hefði greitt um það atkvæði. Þá var sterkur minni hluti sem vildi ekki að hlutirnir færu í þann farveg svo að það sé líka sagt.

Núverandi meiri hluti breytir því ferli að til stjórnar RÚV eins og við þekkjum og kynntumst í júní — ég hélt að þegar við lukum kosningu hér 2013, í júní, hefði það verið sú stjórn sem þá átti að ráða. Hún réð þar til í dag, væntanlega, vegna þess að nú þarf að kjósa nýja stjórn.

Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir að minni hlutinn óski hér eftir leynilegri atkvæðagreiðslu um þá skipan sem hér er og ég treysti því að fólk standi sína plikt.