143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ef raunin verður sú að ríkisstjórnin fær 66,6% hlutfall í stjórn RÚV verð ég að varpa ábyrgðinni af að gera starfsmönnum RÚV mikinn óleik á ríkisstjórnarflokkana. Trúverðugleiki RÚV með þannig hlutfall hlýtur að rýrna í samræmi við það að þetta sé óháður miðill í almannaþágu. Á þetta að vera háður miðill ríkisstjórnarflokkanna?

Ég bið þingmenn að gera starfsmönnum RÚV ekki þennan óleik og sér í lagi ekki nýjum útvarpsstjóra.