143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:18]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er sérkennilegt að hlusta á hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra ræða um stjórn RÚV eins og pólitíska valdabita í prósentubrotum. Þegar þeir tala um síðasta kjörtímabil er þess að minnast að það merkilega skref var stigið í sögu Ríkisútvarpsins og þjóðarinnar að menn ákváðu á þinginu að hætta að skipta stjórn RÚV í pólitískar deildir sem er einn sá sjúkdómur sem herjað hefur á bæði Ríkisútvarpið og þjóðina frá því að það var stofnað 1930.

Nú er þetta byrjað aftur og beinist að Pétri Gunnarssyni, sem er kannski við hæfi, og það verð ég að segja af því að ég er í síðari athugasemd minni að ekki er þeim aumingjans manni greiði gerður sem ýtt er inn í stjórnina fyrir Pétur Gunnarsson af hálfu (Forseti hringir.) hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra með svikum á samkomulagi (Forseti hringir.) sem gert var.