143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:34]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í hádeginu í dag héldum við jákvæðu þingmennirnir fund. Við vorum að tala um hvernig við gætum gert andrúmsloftið á Alþingi jákvæðara og betra. Við meinum það og stöndum fast á þeirri skoðun að við þurfum að gera það, breyta ímynd Alþingis og gera það jákvæðara. Nú erum við búin að standa hérna í beinni útsendingu og þrátta um Ríkisútvarpið. Ég vil skora á einn stjórnarþingmann að setja X við B og klára þetta mál og gefa jákvæða strauma út í samfélagið og nýjum útvarpsstjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni, gott start í því starfi og öllum starfsmönnum. Það er okkur mikið mál að eiga gott og vel rekið ríkisútvarp. Við eigum að gefa jákvæða strauma hér. Eins og hæstv. menntamálaráðherra sagði í vor gefur þetta svona mesta mynd af lýðræðinu, níu manna stjórn, og þess vegna skora ég bara á einn að setja X við B.