143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

fríverslunarsamningur Íslands og Kína.

73. mál
[16:59]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er fagnaðarefni að við skulum vera að ljúka þinglegri meðferð þessa mikilvæga samnings. Í desember 2006 var undirritað samkomulag við kínversk stjórnvöld um að hefja viðræður og þær hófust formlega veturinn 2007. Nú um sjö árum og fjórum utanríkisráðherrum síðar sér fyrir endann á vinnunni. Ég hef þá trú að samningurinn skapi mikil viðskiptatækifæri og tækifæri á því að efla samstarf okkar við Kína á öðrum sviðum.

Varðandi vinnumálasamkomulagið er það mikilvægur vettvangur til umræðu um mannréttindi, vinnumál og fleira því tengdu. Búið er að formgera aðkomu launþegasamtaka að samkomulaginu. Ég fagna því, ég endurtek það, að þessu skuli vera að ljúka í þinginu nú. Ég segi að sjálfsögðu já. (Gripið fram í.)