143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

fríverslunarsamningur Íslands og Kína.

73. mál
[17:08]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég er hlynntur frjálsari viðskiptum og samningum þess efnis við Kína. Ég trúi að sagan sýni okkur að það leiði til meiri velmegunar í ríkjunum og það leiði til bættari mannréttinda. Að íslensk stjórnvöld muni hafa eitthvað slíkt á lofti, ég kaupi það ekkert endilega, en sagan sýnir okkur þetta.

Ég get ekki metið það hvort þessi samningur sé góður eða ekki, ég hef hreinlega ekki tíma til þess eða mannskap til að meta það, þannig að ég mun sitja hjá. Ég vona að hann verði okkur til góða. En gleymum því ekki að Kínverjar voru niðurlægðir og látnir gera nauðasamninga við vestrið. Þeir hafa lært síðan. Þeir hafa lært mjög vel að gera samninga sem þeir geta komist fram hjá og svikið. Þessi samningur verður samþykktur hér en þeir sem ætla á grundvelli hans að stunda viðskipti í framtíðinni eiga að vera meðvitaðir um þetta og horfa til þess hvers konar áhrif þetta getur haft á þeirra viðskipti.