143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

fríverslunarsamningur Íslands og Kína.

73. mál
[17:09]
Horfa

Elín Hirst (S):

Herra forseti. Sem flutningsmaður þingsályktunartillögu ásamt Birgittu Jónsdóttur og fleirum þar sem framferði kínverskra stjórnvalda gagnvart tíbesku þjóðinni er harðlega mótmælt vil ég taka fram að ég tel að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína sé frekar til þess fallinn að við getum fengið tækifæri til að hafa áhrif á mannréttindi í Kína í réttlætisátt en ef samningurinn væri ekki til. Því segi ég já.