143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta.

233. mál
[17:27]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka Alþingi kærlega fyrir að samþykkja þetta frumvarp með öllum greiddum atkvæðum. Ég held að við séum öll sammála um að við óskum þess að við hefðum ekki þurft að grípa til þessara aðgerða, en hins vegar er það staðreynd að við erum með hóp af fólki sem hefur ekki efni á því að óska eftir gjaldþroti og önnur úrræði sem bjóðast eru ekki til staðar. Við þurfum að koma til móts við þennan hóp eins og aðra hópa í samfélaginu. Það er það sem við erum að vonast eftir að gera með samþykkt frumvarpsins, þetta er vonandi skref í rétta átt og hluti af því að ljúka uppgjörinu á hruninu.