143. löggjafarþing — 60. fundur,  10. feb. 2014.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá 1. þm. Reykv. n., Illuga Gunnarssyni, um að hann verði erlendis í opinberum erindagjörðum á næstunni og geti því ekki gegnt þingmennsku á meðan. Eins og tilkynnt var á vef Alþingis tók 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Ingibjörg Óðinsdóttir, sæti á Alþingi þann 6. febrúar sl.

Ingibjörg hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.

Borist hefur bréf frá 5. þm. Suðurk., Páli Jóhanni Pálssyni, um að hann geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi sem varamaður fyrir hann Fjóla Hrund Björnsdóttir.

Kjörbréf Fjólu Hrundar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt, en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Fjóla Hrund Björnsdóttir, 5. þm. Suðurk., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]