143. löggjafarþing — 60. fundur,  10. feb. 2014.

framlagning stjórnarfrumvarpa.

[15:16]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að minna á það sem mér láðist að nefna hér áðan, en er alveg hárrétt hjá honum, að forgangsröðunin á síðasta kjörtímabili hefur þýtt að núverandi meiri hluti hefur þurft að verja töluverðum tíma í að laga það sem aflaga hefur farið undanfarin ár.

Ég ætlaði ekki að eyða löngum tíma í að rifja það upp en staðan er sú að á síðasta kjörtímabili voru gerð mjög mörg stór mistök í lagasetningu. Það hefur vissulega farið mikil vinna í að vinda ofan af því, spóla til baka eins og hv. þingmaður orðaði það, og er töluvert starf óunnið þar enn þá.

Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að menn hugi að framtíðinni samhliða. Þess vegna hefur tíminn um leið verið nýttur til að leggja fram öll úrbótamálin, málin sem eiga að koma í staðinn fyrir mistök fortíðar.