143. löggjafarþing — 60. fundur,  10. feb. 2014.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:39]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill eingöngu vekja athygli á því að það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist að breytingar verði á áður tilkynntri viðveru ráðherra í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir. Það hefur komið fyrir að hæstv. ráðherrar hafa orðið að hætta við að vera þátttakendur í umræðunni af ýmsum ástæðum og síðan hefur það líka gerst að ráðherrum er bætt inn á áður útsendan lista.