143. löggjafarþing — 62. fundur,  12. feb. 2014.

störf þingsins.

[15:04]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka undir málflutning hv. þingmanns að því leytinu að forseti hefur áréttað æ ofan í æ mikilvægi þess að mál séu lögð fram í tæka tíð þannig að þingið hafi næg tækifæri og nægan tíma til að fara yfir þau.

Það blasir við að ætlunin er að ljúka þingstörfum 16. maí nk. vegna nálægðar sveitarstjórnarkosninganna. Þá er mjög einfalt mál og lítil geimvísindi í því fólgin þegar forseti segir að eftir því sem lengra líður á þingið og mál koma ekki fram muni sneyðast um möguleika á afgreiðslu þeirra mála sem fram verða lögð.