143. löggjafarþing — 63. fundur,  13. feb. 2014.

verndartollar á landbúnaðarvörur.

[10:53]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Varðandi fyrirspurn þingmannsins og spurningu finnst mér sjálfsagt að skoða það með hvaða hætti við eigum að breyta þessu kerfi. Það gerum við hins vegar ekki einhliða. Skyr er til að mynda ekki framleitt í Evrópusambandinu. Eigum við þá ekki að fara fram á á sama hátt að Evrópusambandið felli bara niður alla tolla á skyri svo að við getum flutt út óendanlegt magn af því? (Gripið fram í: Jú.) Þannig er það ekki. (Gripið fram í.) Ekki heldur til Bandaríkjanna, ekki heldur til annarra landa. Þetta er gert í gegnum viðskiptasamninga.

Við þurfum að skoða þetta. Við erum … (Gripið fram í.) Evrópusambandið er tollabandalag (Forseti hringir.) sem ver sig gagnvart innflutningi hvaðanæva úr heiminum, Afríku, Suður-Ameríku, Asíu, Íslandi og Noregi, svo að það sé sagt. Þannig eru nú hlutirnir. En við skulum skoða þetta.

Ég er búinn að setja af stað tollahóp sem á að skoða núverandi vernd á tollum og hvaða sóknarfæri eru þar. Við erum að setja af stað hóp til þess að kanna hvernig við getum sótt fram í matvælaframleiðslu á skynsamlegan hátt. Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða (Forseti hringir.) og sú löggjöf sem hér var sett 2011 og 2012 kemur þar (Forseti hringir.) líka til skoðunar. Ég get ekki tjáð mig nákvæmlega um tollkvóta (Forseti hringir.) á þeim ostum sem (Forseti hringir.) hér eru nefndir. Það er til umfjöllunar í ráðgjafarnefndinni. (Forseti hringir.) Það er hins vegar tollkvóti (Forseti hringir.) á ostum sem allir geta flutt inn eins og staðan er í dag.