143. löggjafarþing — 63. fundur,  13. feb. 2014.

orð innanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:13]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Fram kom hjá hv. þingmanni að hann telji sig vera með sama minnisblað og ákveðnir fjölmiðlar sem hann taldi upp. Er það staðreynd? Er það rétt? Er þetta hið sama minnisblað og hv. þingmaður beindi hér fyrirspurn út af til hæstv. innanríkisráðherra? Hvernig eigum við að vita það?

Hv. þingmaður segir að mér sé ekki heimilt að koma hér upp og sjá einhvern annan vinkil á ákveðnu máli en ég frábið mér slíkan málflutning. Hefur hv. þm. Mörður Árnason eitthvert ritstjórnarvald yfir öðrum þingmönnum hér? Telur hann svo vera? (Gripið fram í.)

Ef hv. þingmaður telur sig vita að þetta sé það minnisblað sem verið hefur mest til umfjöllunar hér, af hverju upplýsir hann okkur ekki um það hér hvaðan hann fékk það? Og ég spyr aftur, af því að hann sagðist geta upplýst rétta aðila um það: Mun hv. þingmaður nú snúa sér til lögreglunnar og upplýsa um hvaðan hann fékk þetta minnisblað?

(Forseti (EKG): Hv. þm. Mörður Árnason hefur talað tvisvar í þessari umræðu og getur því ekki talað oftar.)