143. löggjafarþing — 64. fundur,  18. feb. 2014.

skýrsla um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

[13:38]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með þeim sem hafa talað hér. Það er hábölvað þegar samið er um að fara í vinnu með ákveðnum hætti, þegar samið er um að ræða ekki skýrslu fyrr en henni hefur verið dreift á Alþingi skuli alltaf einhver þurfa að vera fyrstur með fréttirnar og slá sig til riddara með einum eða öðrum hætti á öðrum stöðum en þar sem riddarinn skyldi sleginn.