143. löggjafarþing — 64. fundur,  18. feb. 2014.

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

[14:08]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegur forseti. Málefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hefur mjög oft verið til umræðu hér í þessum þingsal og reyndar enn oftar á vettvangi fjárlaganefndar. Þar hefur málið verið tíður gestur eða málefni þessa skóla oft verið til umfjöllunar vegna þeirrar fjárhagsstöðu sem hefur versnað ár frá ári. Nú er svo komið að skuld skólans við ríkissjóð hleypur á hundruðum milljóna króna. Við það hefur Ríkisendurskoðun gert athugasemdir, fjárlaganefnd sjálf hefur beint því til mín sem ráðherra að við svo verði ekki búið. Það er ekki hægt að vera í þeirri stöðu ár eftir ár að halli safnist upp. Hann er, ef ég man rétt, nú kominn vel yfir 700 millj. kr.

Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða. Ég hef bent á að um leið og staða skólans og skólahaldsins á Hvanneyri verði styrkt frá kennslu- og vísindafræðilegu sjónarmiði sé tækifæri til að efla líka sveitarfélagið og byggðina með því að byggja upp vísindastarfsemina á svæðinu.

Með öðrum orðum tel ég að það séu sóknarfæri fyrir þennan skóla, sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað og Borgfirðinga. En ég er alveg klár á því að það að láta hlutina vera áfram eins og þeir hafa verið undanfarin ár, velkjast hér um í þingsölum og hjá nefndum þar sem vandinn hefur vaxið ár frá ári án þess að í raun og veru hafi verið tekið á honum, sé ekki lengur valkostur.

Það er ekki lengur valkostur. (Forseti hringir.) Á þessu máli verður að taka.