143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[16:40]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður gleymir því eða alla vega finnst mér mikils misskilnings gæta ef hv. þingmaður er að lýsa því að erlendir aðilar megi ekki eiga sumarhús í Danmörku, og að sjávarútvegur á Íslandi verði á okkar eigin forsendum. Það er mikill misskilningur.

Annað sem er líka mikilvægt að komi fram er að Evrópusambandið eitt getur breytt og tekið úr sambandi þær tímabundnu undanþágur eða aðlaganir eða hvað við köllum það sem er í boði. Finnar þurfa að spyrja Evrópusambandið hversu mikill ríkisstuðningurinn má vera. Evrópusambandið getur tekið þann ríkisstuðning af, getur ákveðið að hann eigi ekki við. Menn hafa talað um Norðmenn, það kannski kemur upp hér aftur á eftir. Menn skulu bara lesa skýrsluna þar sem farið er yfir hvaða tímabundna undanþágu Norðmenn fengu fram. Hver getur breytt þeim undanþágum?