143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ef ég man rétt unnu Vinstri grænir kosningasigur einmitt út af því að þeir ætluðu ekki að ganga í Evrópusambandið. (Gripið fram í: Rétt.) Það er nú mitt minni. Svo breytist þetta og þeir tryggja sér ríkisstjórnarsæti og ráðherrasætin með því að fara eins konar hálfvelgjuleið þar sem þeir eru bæði með og á móti.

Hér stendur greinilega: Gengið er út frá því að umsóknarríki sækist eftir aðild. Ég vil spyrja hv. þingmann: Hvað þýðir það eiginlega? Þýðir þetta að menn ætli kannski að fara inn, eða hvað þýðir þetta eiginlega? Í mínum huga þýðir þetta að menn ætli að ganga inn og ætli að gera samning um sérlausnir, tímabundin úrræði og slíkt.

Svo gerist það að Lissabonsáttmálinn er samþykktur. Við það breyttust allar forsendur fyrir ný ríki til að koma inn. (Forseti hringir.) Þess vegna er ekki lengur hægt að fá þau úrræði sem áður var hægt að fá.