143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:26]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Saga þingmanna Framsóknarflokksins hér á undanförnum missirum í umræðum um þetta mál er ekki saga flutnings á staðreyndum, svo það sé sagt, heldur afflutnings. Til dæmis er hártogunin á milli orðalagsins „sérlausn“ og „undanþágu“ mjög gott dæmi um það á hvaða plan umræðan hefur farið. Það er ósköp einfaldlega þannig að sú tímaáætlun, svo því sé svarað, sem gengið var út frá og við ræddum hér 2009 var byggð á samtölum þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Olla Rehn. Hann var fyrstur að gefa undir fótinn með að hægt væri að afgreiða málið á þessum skamma tíma. Það stóðst síðan ekki vegna þess að ríkin töldu ekki eðlilegt að víkja frá hinum nýju reglum um sömu meðferð fyrir alla og þar af leiðandi tók ferlið lengri tíma. (Gripið fram í.) Ekkert í því hins vegar (Gripið fram í.)dregur úr efnislegri þýðingu þess sem (Forseti hringir.) við sögðum á þeim tíma. Fulltrúar hugmyndafræðinnar (Forseti hringir.) um að mikla fyrir sér andstöðuna, (Forseti hringir.) fulltrúar Framsóknarflokksins sem flytja erindi (Forseti hringir.) mannsins sem þorir ekki að (Forseti hringir.) fá tjakkinn og fá að vita hvað í (Forseti hringir.) raun og veru er í boði, (Forseti hringir.) þeir sitja hér (Forseti hringir.) nákvæmlega jafn lausir við (Forseti hringir.) svör eins og áður. (Gripið fram í.)