143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:47]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú var það til að mynda svo að þegar sótt var um aðild í Noregi var komin ríkisstjórn sem gekk til verks þar og sótti um aðild. Þó að það væri minnihlutastjórn Verkamannaflokksins þáverandi voru menn hins vegar alls ekki á eitt sáttir um að ganga til viðræðna við Evrópusambandið. Það varð hins vegar niðurstaðan. Þess eru því dæmi. Því lauk svo, eins og hæstv. ráðherra þekkir vel, með því að sá samningur var felldur af þjóðinni. En þannig voru aðstæður eigi að síður þá og ómöguleikinn er því kannski ekki meiri en svo að þetta hefur þegar verið gert.