143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hún notaði orðið tvískinnungur um afstöðu Vinstri grænna en ekki ég. Mér fannst það reyndar vera þeirra afstaða á sínum tíma, að það væri ekki alveg ein stefna. Hún bendir á að það hafi orðið miklar breytingar í Evrópusambandinu. Hún talaði um nýfrjálshyggju, ég veit ekki hversu oft. Þetta er ekki gott bandalag að hennar mati.

Ræða hv. þm. Katrínar Jakobsdóttur minnti mig dálítið á ræðu hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur þegar hún sagði já við því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég vil spyrja hv. þingmann: Vill hv. þingmaður að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu með allri þeirri nýfrjálshyggju og hreyfingum og aukinni (Forseti hringir.) tekjumisskiptingu o.s.frv.?