143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[18:28]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svarið. Hann vitnaði í skýrsluna og annað, ég er ekki búinn að lesa alla skýrsluna, ég viðurkenni það fúslega en ég er langt kominn með hana og það er margt jákvætt í henni líka, en hér er allt það neikvæða dregið fram.

En ég ætla líka, ég ætla reyndar að halda ræðu um þetta á morgun, að beina spurningum til hæstv. fjármálaráðherra. Í stefnuyfirlýsingunni stendur að það eigi að ákveða með framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var líka niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og maður finnur alveg að það eru sjálfstæðisþingmenn hér inni sem eru jafnvel algerlega sammála því að skoða þetta.

Einnig kom fram í skoðanakönnun nýlega að 67% landsmanna vilja klára aðildarviðræðurnar og 60% kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, og meira að segja fleiri kjósendur Vinstri grænna vilja klára þessar aðildarviðræður. Ætlið þið að ganga gegn þjóðinni í þessu og svíkja það? Því að það eru náttúrlega ekkert annað en svik ef þið farið ekki með þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu.