143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

flóttamenn frá Úkraínu.

[11:02]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka forsætisráðherra svörin en verð þó að lýsa ákveðnum vonbrigðum með dræmar undirtektir. Jú, það er rétt að Útlendingastofnun starfar eftir ákveðnum reglum en hér á landi er fólk sem hefur fengið leyfi til dvalar, t.d. með atvinnuleyfum. Þau leyfi renna út og því miður virðast hafa komið upp mál á allra síðustu dögum um að fólki hafi verið vísað til Úkraínu vegna þess að þessi leyfi hafa ekki fengist endurnýjuð.

Mér finnst réttast, í ljósi stöðunnar eins og hún er í Úkraínu núna, að við gefum hreinlega út yfirlýsingu um að engum verði vísað til baka þó svo að atvinnuleyfi eða dvalarleyfi hans renni út, fyrr en við sjáum betur hvernig málin þróast.