143. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[11:28]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta svar við spurningum mínum. Við hv. þingmaður ræddum það hér að hún teldi rétt að það kæmi bara skýr lína um hvert skyldi haldið og ég er sammála því. Ég er enn á þeirri skoðun, og hef styrkst í þeirri skoðun minni eftir að umrædd skýrsla kom út, að rétt sé að draga umsóknina til baka. Ég er á sömu skoðun og ég var þegar við lögðum fram sameiginlega þingsályktunartillögu okkar á sínum tíma um að draga skyldi umsóknina til baka.

Ég spyr hv. þingmann: Mun hv. þingmaður styðja slíkt mál komi það fram hér á þingi?