143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég tek undir allt það sem hér hefur komið fram. Ég vil jafnframt vekja athygli á því að um þingsályktunartillögu er að ræða og því er ekki hægt, forseti, að vísa þessu máli til forsetans til að fá ákvörðun þjóðarinnar um það hvort við eigum að hætta við eða halda áfram.

Mér finnst mjög brýnt að fólk sé meðvitað um það. Hér er ótrúleg pólitísk flétta í gangi sem á að varða leiðina gegn því að þjóðin hafi nokkuð um þetta mál að segja, ekki bara núna heldur um ókomna framtíð.

Þetta er óhæfuverk.